21. febrúar. 2012 11:41
Fiskistofa úthlutaði í morgun viðbótaraflamarki á loðnu. Alls var 7.362 tonnum úthlutað. Ingunn AK, Faxi RE og Lundey NS fengu úthlutað 150 tonnum hvert. Þá fékk Bjarni Ólafsson AK 185 tonn. Með þessari úthlutun verður loðnukvóti Íslendinga alls 590.868 tonn fyrir vertíðina sem nú stendur yfir. Kvótaaukning þessi hefur legið í loftinu undanfarið. Borið hefur á því að erlend skip hafi ekki nýtt sér sinn hlut í loðnukvótanum en samkvæmt samningum þá á ónýttur kvóti að renna til íslenskra skipa. Samkvæmt nýjustu aflatölum Fiskistofu er búið að landa meira en helming loðnukvótans eða um 340.565 tonnum.