22. febrúar. 2012 01:01
Þótt sauðfjárræktin sé sú búgrein íslensks landbúnaðar sem hvað mest hefur átt undir högg að sækja síðustu áratugina, hafa ungir bændur látið að sér kveða í forystusveit félagssamtaka bænda. Einn þeirra er Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum í Borgarfirði. Sindri hefur síðustu þrjú árin verið formaður stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda. Það þóttu tíðindi er það spurðist á dögunum að Sindri væri að láta af því embætti og myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar kosið verður í stjórn LS á aðalfundi í lok næsta mánaðar.