02. apríl. 2012 10:01
Systurnar Helena María og Anna Björg Jónsdætur Stolzenwald, ásamt Kristjönu Smáradóttur dóttir Helenu, héldu nýverið fatamarkað í Grundarfirði til styrktar lítilli frænku sinni, Emmu Lind Aðalsteinsdóttur. Emma Lind er rétt rúmlega þriggja ára og greindist með illkynja krabbamein í byrjun mars. Þær systur tíndu til föt og annað sem var á leið í geymslu, flokkuðu og reyna nú að koma í verð. Einnig er þarna að finna ný föt sem þær fengu gefins fyrir þetta góða málefni. Allur ágóði af markaðnum rennur til Emmu Lindar og fjölskyldu. Á markaðinum er einnig hægt að finna úrval fallegra kerta sem móðir og amma Emmu Lindar bjuggu til og eru seld til styrktar fjölskyldunni. Kertin verða einnig fáanleg í verslun Lyfju í Grundarfirði á næstu vikum.