12. apríl. 2012 04:25
Bárður SH úr Ólafsvík setti glæsilegt aflamet í marsmánuði. Farið var í 30 róðra í mánuðinum og þar af landað tvisvar á sama deginum í fjögur skipti. Báturinn er um 30 brúttótonn að stærð og á honum róa fjórir menn. Landað var 305 tonnum sem jafnframt er mesti afli sem smábátur hefur fengið á einum mánuði hér við land. Á vefsíðunni Aflafréttir.com kemur einnig fram að báturinn hafi verið á topp tíu lista yfir löndunarmagn netabáta í marsmánuði og athygli vekur að í nágrannar hans á listanum eru allt að tíu sinnum stærri bátar. Skipstjóri á Bárði SH er Pétur Pétursson.