Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2012 05:59

Bruggverksmiðjan Steðji stofnsett í Borgarfirði

Dagbjartur Ingvar Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir á Steðja í Flókadal í Borgarfirði hafa keypt tæki og búnað úr þrotabúi bruggverksmiðjunnar Mjaðar í Stykkishólmi sem varð gjaldþrota á síðasta ári. Til stóð að Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða keypti tækin en félagið brann yfir á tíma þar sem ekki tókst að tryggja nægjanlegt fjármagn til kaupanna, en seljandinn er Byggðastofnun. Því var leitað til Dagbjartar sem átti næsthæsta tilboð í búnaðinn. Í dag var unnið við flutning tækjanna úr Stykkishólmi að Steðja þar sem þeim verður komið fyrir í nýlegri 230 fermetra skemmu á bæjarhlaðinu. Dagbjartur Ingvar sagði í samtali við Skessuhorn að kaupverð væri enn sem komið væri trúnaðarmál. Hann hyggst stofna fyrirtækið Brugghúsið Steðja á næstu dögum og vonast til að geta hafið framleiðslu á borgfirsku öli þegar á þessu ári.

 

 

 

 

Dagbjartur er jafnframt í samningaviðræðum við Philipp Ewers fyrrum bruggmeistara Mjaðar í Stykkishólmi um að hann komi og hefji framleiðsluna á nýjum stað. „Ég sé ýmis tækifæri í þessari framleiðslu. Við byggðum þessa skemmu fyrir tveimur árum síðan og er hún kjörið verksmiðjuhús,“ segir Dagbjartur. Aðspurður segir hann að fyrst í stað verði Brugghúsið Steðja ekki opið fyrir ferðamenn eins og víða tíðkast í smærri brugghúsum á landsbyggðinni, til þess þurfi stærri húsakost sem hugsanlega komi þó síðar. „Nú munum við einbeita okkur að því að setja upp tæki og búnað og þróa nýja framleiðsluvöru. Við munum ekki nota sama vörumerki og Mjöður, heldur fara af stað með nýja vörulínu og fyrst í stað munum við eingöngu verða með bjór á flöskum. Vonandi getum við sett nýja framleiðslu á markað fyrir lok árs,“ segir Dagbjartur. Hann segir að lögð verði áhersla á litla yfirbyggingu í fyrirtækinu en vonast til að geta skapað fleirum atvinnu á næstu árum, eða þetta 2-4 störf ef áætlanir ganga upp. Sjálfur starfar hann á bílasölunni Geisla í Borgarnesi en kveðst þó að einhverju leyti muni sjálfur starfa við brugghúsið ásamt konu sinni.

 

Aðspurður um praktísk mál eins og vatnsöflun og rafmagn í Steðja segir Dagbjartur að einna helst skorti þriggja fasa rafmagn og sé hann nú í viðræðum við Rarik um lausn þess. „Við erum aðilar að ágætri vatnsveitu neðan úr Varmalæk í Bæjarsveit þannig að neysluvatn verður ekki vandamál. Heitt vatn fáum við nú þegar úr Deildartunguhver og munum að líkindum ekki þurfa mikið meira heitt vatn en við notum nú þegar,“ segir Dagbjartur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is