16. apríl. 2012 02:23
Logandi pappír var stungið inn um bréfalúgu í heimahúsi á Akranesi um helgina. Húsráðendur urðu varir við reyk og slökktu eldinn sem var kominn í gólfteppi og mottu auk þess sem útidyrahurðin sviðnaði. Talsverður reykur var í íbúðinni og var slökkvilið kallað á vettvang til að reykræsta. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Akranesi.