26. apríl. 2012 03:47
Nú um næstu helgi verður haldin atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi. Að helginni standa Innovit og Landsbankinn í samstarfi við Akraneskaupstað en fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka á svæðinu veitir verkefninu einnig margvíslegan stuðning. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn í útibúi Landsbankans á Akranesi í dag, fimmtudaginn 26. apríl kl. 17:30-18:00. Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er opin fyrir alla; fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum við að fullmóta viðskiptahugmyndir annarra. Sérfræðingar Landsbankans og Innovit munu veita ráðgjöf sem og fjöldi frumkvöðla og annarra sérfræðinga. Verðlaun og viðurkenningar verða veitt í nokkrum flokkum. Í framhaldi geta þátttakendur haldið áfram að þróa sínar viðskiptahugmyndir og fengið til þess ráðgjöf frá Innovit og Landsbankanum með það að markmiði að sem flestar viðskiptahugmyndir verði að veruleika. Þátttaka er ókeypis.