02. maí. 2012 05:01
Fyrstu leikir í úrvalsdeild karla í knattspyrnu verða spilaðir um næstu helgi. Skagamenn spila nú í efstu deild að nýju eftir þriggja ára hlé og mæta liði Breiðabliks í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 19:15. Í Skessuhorni í dag er kynning á úrvalsdeildarliði Skagamanna og rætt við þjálfara liðsins, formann Knattspyrnufélags ÍA og nýjan fyrirliða; Jóhannes Karl Guðjónsson sem nýkominn er til landsins og hefur sagt skilið við atvinnumennskuna á Englandi.