Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2012 08:01

Jón Jónsson fræðir vestlensk ungmenni um fjármál

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Jón Jónsson ætlar að fræða vestlensk ungmenni um fjármál á líflegan hátt í Menntaskóla Borgarfjarðar, Hjálmakletti, þriðjudaginn 8. maí nk. Jón hélt í síðastliðnum mánuði fræðslufund fyrir fullum sal í Arion banka í Reykjavík, á Akureyri og Selfossi og heppnuðust allir fundir vel, að sögn upplýsingafulltrúa Arion banka. Því var ákveðið að endurtaka leikinn á ný í Borgarnesi. Jón, sem notið hefur mikilla vinsælda fyrir tónlistarflutning, er menntaður hagfræðingur frá Boston University og getur því útskýrt ýmis flókin mál tengd fjármálum á einfaldan máta. Með hagfræðimenntunina bakvið músíkalskt tóneyrað ætlar hann á skemmtilegan hátt að ræða fjármál við ungmenni í Menntaskóla Borgarfjarðar en fyrir ekki svo mörgum árum stóð hann sjálfur í sporum fermingarbarns. Nú þegar fermingar eru í hámæli er nauðsynlegt að huga að sparnaði, enda er nokkuð um að gefnir séu peningar í fermingagjöf sem gott er að leggja fyrir.

Helstu atriði sem Jón fer yfir eru:

• Hvað eru peningar?

• Hvernig á að spara?

• Að læra að velja og hafna

• Peningar og hamingja

 

Húsið opnar kl. 19:00 og hefst fundurinn kl. 19:30. Í lok fundar mun Jón slá á létta strengi og taka nokkur lög. Boðið verður upp á gos og pítsu. Öll fermingarbörn eru sérstaklega velkomin ásamt foreldrum sínum.

 

Skráning fer fram á vef Arion banka: http://www.arionbanki.is/?PageID=7126  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is