16. maí. 2012 03:01
Sæmundur Kristjánsson í Rifi hefur búið alla sína ævi á Snæfellsnesi og er stundum kallaður Sæmundur Fróði vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Blaðamaður fór með honum og öðrum í stutta gönguferð um Laugabrekku í liðinni viku. Í ferðinni voru skoðaðar rústirnar af Laugarbrekkubænum, kirkjunni, kirkjugarðinum og svo þingstaðinn þar sem Axlar-Björn var dæmdur til dauða og líflátinn á sínum tíma. Eftir gönguna ræddi blaðamaður við Sæmund um söguferðirnar, fuglalífið og hvað Sæmundur væri að sýsla þessa dagana.
Í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag er rætt við Sæmund Kristjánsson í Rifi á gönguferð um heimaslóðir.