29. maí. 2012 04:49
Einmunatíð hefur verið í dag á Vesturlandi sem og um land allt. Um og yfir 20 gráðu hiti hefur verið í Borgarfirði og mældist sem dæmi hiti á Hvanneyri 20,5 gráður. Það er það mesta á landinu í dag. Víða á Snæfellsnesi fór hitinn upp undir 18 gráður og sömuleiðis í Dölum. Á Akranesi fór hitinn mest í 15 gráður enda gætti þar hafgolu þegar líða tók á daginn. Spáð er áframhaldandi sól og blíðu út vikuna í það minnsta. Því er óhætt að segja að sumar sé í garð gengið.