30. maí. 2012 10:52
Gráleit kría hefur sést á ferli í Grundarfirði að undanförnu. Ljósmynd náðist af henni á flugi ásamt annarri í hefðbundnu litunum. Ekki er hægt að fullyrða út frá myndinni hvernig litur kríunnar er þar sem skuggi er á henni. Þó virðist þegar myndin er skoðuð að um óvenjulega dökkan fugl sé að ræða. Mögulega gæti hún verið með melanisma, sem er andstæða albínisma. Það er stökkbreyting í erfðaefni sem veldur því að of mikið af dökku litarefni er framleitt og því verður fuglinn dekkri. Melanismi í fuglum mun vera afar sjaldgæfur, ef marka má upplýsingar á veraldarvefnum.