01. júní. 2012 10:30
Undirbúningur sjómannadagsins í Ólafsvík stendur nú sem hæst, enda er þetta einn stærsti dagurinn í sjávarútvegsbæjum landsins. Foreldrar og börn þeirra sem fara í 10. bekk í haust hafa tekið að sér umhirðu sjómannagarðsins í sumar í fjáröflunarskyni. Það mátti því sjá margar hendur vinna mörg störf í garðinum í gærkvöldi, við að snyrta reita arfa og því sem fylgir garðvinnu í svona stórum garði. Hafnarstarfsmenn höfðu einnig í nógu að snúast við að gera hafnarsvæðið sem snyrtilegast fyrir hátíðarhöldin sem hefjast í dag, föstudag.