13. júní. 2012 09:27
Víkingur Ólafsvík tapaði á heimavelli í gær fyrir ÍBV 0-2 í Borgunarbikar karla, eða bikarkeppni KSÍ. ÍBV náði snemma forystu þegar Ian David Jeffs skoraði fyrsta mark eyjamanna á 11. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Tryggva Guðmundssyni. ÍBV var ekki að spila eftir bestu getu í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik léku þeir mun betur. Tryggvi Guðmundsson skoraði svo annað mark eyjamanna á 52. mínútu eftir varnarmistök hjá Víkingi. Heimamenn náðu lítið að ógna marki ÍBV í seinni hálfleik og leikurinn endaði 0-2 ÍBV í vil og Víkingur Ólafsvík úr leik í bikarkeppninni.