Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2012 09:01

Þátttökutónleikar Brother Grass heppnuðust vel

Hljómsveitin Brother Grass hélt svokallaða þátttökutónleika í Skallagrímsgarði í Borgarnesi í blíðskaparveðri í gær. Þátttökutónleikar fara einfaldlega þannig fram að gestir taka þátt í undirleik sumra laga með hinum ýmsu hljóðfærum sem þeir sjálfir koma með. Að sögn Soffíu Bjargar Óðinsdóttur, eins hljómsveitarmeðlima Brother Grass, þá gengu tónleikarnir afskaplega vel. Markmið þáttökutónleikanna hafi verið að virkja ungmenni til að leika tónlist og sýna þeim fram á að hægt er að fara fjölbreyttar leiðir í tónsmíði. Hljómsveitin notar nefnilega sjálf hluti á borð við vatn, þvottabala og þvottabretti í sínum tónsmíðum sem eru í anda Bluegrass tónlistastefnunnar. Soffía segir að krakkarnir hafi komið með ýmsa hluti með sér á tónleikana á borð við potta og hristur af ýmsum toga. Ungmennin hafi haft góð áhrif á hljómsveitina. „Einn strákur kom til okkar eftir tónleikana og færði okkar að gjöf tvo leggi. Hann hafði tekið eftir að okkur vantaði þetta hljóðfæri og vildi ráða bót á,“ segir Soffía ánægð í bragði með framtak stráksa.

 

 

 

 

Framundan eru fleiri tónleikar hjá Brother Grass um land allt. Samhliða verða haldnir þátttökutónleikar líkt og í Borgarnesi en ekki hefur frekari staðsetning og stund þeirra verið ákveðin eins og sakir standa. Bakhjarlar þátttökutónleikanna eru Samfélagssjóður Landsvirkjunar og Menningarráð Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is