10. júlí. 2012 01:15
Skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir því að íbúar Akraness skili inn tilnefningum vegna Umhverfisviðurkenningar Akraness 2012. Viðurkenningar verða veittar í fimm flokkum: Fallegasta götumyndin, fallegasta einkalóðin, fallegasta fjölbýlishúsalóðin, snyrtilegasta fyrirtækja- eða stofnanalóðin og einstaklingur eða félagasamtök sem hafa lagt sitt af mörkum við að fegra umhverfið. Þeim íbúum Akraneskaupstaðar sem vilja skila inn tilnefningum er bent á að skila tilnefningum sínum til garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar í bréfi eða tölvupósti fyrir 10. ágúst. Bréfin skulu send á heimilisfangið: Akraneskaupstaður. Stillholti 16-18, 300 Akranes og tilnefning í tölvupósti á: iris.reynisdottir@akranes.is.