15. júlí. 2012 03:56
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:35 í dag að beiðni lögreglunnar í Borgarnesi eftir að erlend ferðakona slasaðist á fæti fyrir ofan Glym í Hvalfirði. Þar sem erfitt var fyrir björgunarsveitarfólk að komast að staðnum var óskað eftir þyrlu. TF-LIF fór í loftið um klukkan þrjú og sótti hina slösuðu og lent var við Landspítalann í Fossvogi tæpri klukkustund síðar.