18. júlí. 2012 08:01
Nú klukkan 10 í dag, miðvikudag, hefst pílagrímaganga frá Bæjarkirkju í Borgarfirði. Gangan mun taka þrjá daga og leiðin liggur til Skálholts þar sem Skálholtshátíð stendur yfir. Leiðsögumenn ferðarinnar eru sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Stafholti og sr. Flóki Kristinsson prestur á Hvanneyri. Hægt er að sjá fleiri upplýsingar á vef þjóðkirkjunnar: kirkjan.is. Á vef þjóðkirkjunnar segir að merkileg og forn tengsl séu á milli Bæjarkirkju og Skálholts. Fyrsti skóli kirkjunnar hér á landi var staðsettur á Bæ í Borgarfirði. Þar sem farandbiskup og Benediktsmunkurinn Hróðólfur frá Frakklandi stofnaði ásamt munkum sínum klaustur og klausturskóla.