09. ágúst. 2012 03:48
Landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin að Kaldármelum á Snæfellsnesi helgina 1. og 2. september. Aðalfundur félagsins verður jafnframt á Snorrastöðum föstudagskvöldið 31. ágúst. Keppt verður í A fl. Opnum flokki og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B fl. Þá verður keppt í B fl. fyrir óreynda hunda eða sem ekki hafa náð 50 stigum í B fl. Unghundaflokkur er fyrir hunda yngri en þriggja ára. Dómari verður James MacKee heimsmeistari en 30. og 31. ágúst mun hann kenna á námskeiði að Mýrdal Kolbeinstaðarhreppi. Forgang að námskeiðinu hafa skráðir keppendur á Landsmóti. Smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu heldur keppnina að þessu sinni. Þátttöku í keppni og námskeiði þarf að skrá hjá Gísla Þórðarsyni í Mýrdal fyrir 26. ágúst í síma 847-4083 eða netfangið myrdalur@mmedia.is