28. ágúst. 2012 08:01
Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun voru veitt við hátíðlega athöfn í Snorrastofu í Reykholti sl. laugardag. Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur eiginkonu hans veitti nú Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun í áttunda skipti. Að þessu sinni er Vilborg Dagbjartsdóttir skáld handhafi ljóðaverðlaunanna, en Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum var afhent menningarverðlaunin fyrir skráningu örnefna í Borgarfirði. Böðvar Guðmundsson skáld og sonur Kirkjubólshjóna stýrði samkomunni, Ingibjörg Daníelsdóttir á Fróðastöðum afhenti menningarverðlaunin en Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur afhenti ljóðaverðlaunin. Þær lýstu hvor um sig vali stjórnar sjóðsins.
Boðið var upp á ljóðalestur, söng og kaffiveitingar. Lesarar ljóða voru Þorleifur Hauksson og Silja Aðalsteinsdóttir. Loks var flutt tónlist. Þorgerður Ólafsdóttir frá Sámsstöðum og Höskuldur Kolbeinsson frá Stóra Ási sungu við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur og Heimis Klemenzsonar.