05. september. 2012 02:02
Í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag er að finna sérstaka umfjöllun um starf tónlistarskólanna sex á Vesturlandi. Rætt er við skólastjóra þeirra allra um starf skólanna, mannabreytingar og áherslur. Fram kemur að gróskumikið og metnaðarfullt starf er unnið innan veggja tónlistarskólanna, innt af hendi kennara og nemenda ásamt foreldrum og forráðamönnum. Áætlað er að um 900 nemendur komi til með að stunda nám við tónlistarskólanna sex en við þá starfa liðlega 30 starfsmenn.