20. september. 2012 09:55
Snæfellskonur keppa í kvöld kl. 19:15 í Stykkishólmi við Val í Lengjubikarkeppni kvenna. Næsti leikur verður svo við Hauka laugardaginn 22. september klukkan 16:30 í Schenker höllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Í fyrstu umferð vann Snæfell stórsigur á Fjölni; 92:62. Í tilkynningu frá KKÍ segir að búið sé að færa fjórða leik Snæfells og Hamars í Lengjubikarkepninni fram um einn dag. Leikurinn átti að vera næstkomandi mánudag en verður sunnudaginn 23. september kl. 17.00 í Stykkishólmi.