20. september. 2012 12:01
Straumlaust verður hjá notendum á Innri Akraneslínu í Hvalfjarðarsveit aðfararnótt föstudagsins, þ.e. næstu nótt. Í tilkynningu frá Rarik segir að rafmagnslaust verði frá Brennimel að Ásfelli og Ósi aðfararnótt föstudagsins 21. september kl: 24:00 til 03:00 vegna vinnu við spennistöð. Bent er á að bilanasími er 528-9390.