01. nóvember. 2012 08:01
Á morgun, föstudag, fer fram opinn fundur fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans. Fundurinn fer fram í Hótel Stykkishólmi og stendur yfir frá kl. 13-17. Framsögumenn eru Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka Iðnaðarins (SI), Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar, Logi Már Einarsson formaður Arkitektafélagsins, Magnús Sædal fulltrúi Félags byggingafulltrúa og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir skipulags- og byggingafulltrúi Stykkishólmsbæjar. Á eftir framsögum verða umræður og þá gefst gestum færi á að bera upp fyrirspurnir til framsögumanna. Fundarstjóri er Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI.