02. nóvember. 2012 03:38
Á Vesturlandi er nú ófært á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Hávaðarok er á Kjalarnesi vindhviður yfir 50 m/sek og er vegurinn sagður ófær. Einnig er mjög hvasst við Akrafjall og ekkert ferðaveður þar heldur. Hálkublettir og skafrenningur er í Borgarfirði, hálka og stórhríð í Svínadal og hálka og skafrenningur annars staðar í Dölunum. Á Laxárdalsheiði eru hálkublettir og skafrenningur. Á Vatnaleið er hálka og éljagangur og hálka og óveður á Fróðárheiði. Óveður er einnig á sunnanverðu Snæfellsnesi.