07. nóvember. 2012 07:01
Miðvikudaginn 31. október barst lögreglunni á Snæfellsnesi tilkynning frá ökumanni sem stöðva þurfti bifreið sína á leið fyrir Búlandshöfða. Mikið klakahrun var á veginum og sagði ökumaðurinn að stórir íshlunkar hefðu farið yfir veginn. Klakahrun hefur áður skemmt bíla á þessum stað, en slíkt hefur reyndar ekki gerst eftir að viðvörunarskilti voru sett upp af Vegagerðinni til að vara ökumenn við slíkum aðstæðum.