12. nóvember. 2012 01:33
Nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar voru sendir heim í morgun vegna rafmagnsleysis. Kennsla í Tónlistarskólanum, sem er í sama húsi, var einnig felld niður. Rafmagnið fór einnig af íþróttahúsinu en er komið aftur á þar eftir viðgerð og verða allar æfingar dagsins á settum tíma. Starfsmenn Rarik mættu snemma í morgun til að sjá hvað væri að og virtist sem að inntakið hefði brunnið yfir og að í nótt hafi allt slegið út í húsinu af þeim sökum. Ágúst Jónsson, umsjónarmaður fasteigna Grundarfjarðar, sagði í samtali við Skessuhorn um eittleitið að hann reiknaði með því að rafmagn kæmist á aftur innan skamms.