16. nóvember. 2012 01:50
Sex ungmenni frá Akranesi voru á dögunum valin í ungmennalandsliðshópa KSÍ. Andri Adolphsson og Hallur Flosason voru meðal 45 sem Eyjólfur Sverrisson þjálfari U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu valdi til æfinga. Veronica Þórðardóttir og Aníta Sól Ágústsdóttir voru valdar í U17 landsliðshópinn og þær Elísa Elvarsdóttir og Eyrún Eiðsdóttir í U19 hópnum. Landsliðsþjálfararnir Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson völdu í kvennalandsliðshópana.