Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2012 11:01

Ályktanir frá aðalfundi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hélt aðalfund sinn 8. nóvember síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá félaginu, sem send var Skessuhorni í gær, kemur fram að sjö ályktanir voru samþykktar á fundinum og beinast þær flestar að umhverfismálum tengdum stóriðjunni á Grundartanga. Í fyrsta lagi skoraði fundurinn á forsætisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að tryggja að unnt verði að stunda hefðbundinn landbúnað utan þynningarmarka iðjuveranna á Grundartanga vegna flúors og brennisteins. Í öðru lagi var ályktað að í ljósi niðurstaðna mælinga á flúori í grasbítum í Hvalfirði að gerð verði krafa til Norðuráls á Grundartanga að gagngerar endurbætur verði gerðar á hreinsunarbúnaði verksmiðjunnar og verkferlum framleiðslunnar þannig að rekstur hennar geti farið saman við heilnæmt búfjárhald í Hvalfirði.

 

 

 

 

Þá vakti fundurinn athygli Umhverfisstofnunar á því að endanlegur mælikvarði á mengun flúors er uppsöfnun í líffærum og beinum grasbíta. Aðrar mælingar gefa því einungis vísbendingar um flúormengun. Fundurinn beindi því til Umhverfisstofnunar að tekið verði inn í starfsleyfi Norðuráls viðmið um flúorinnihald í beinum, líffærum og kjöti grasbíta. Þeim tilmælum var beint til Bændasamtaka Íslands, Búnaðarsamtaka Vesturlands og búnaðarfélaga við Hvalfjörð, að þau láti sig málið varða ef öryggi afurða bænda og heilsu húsdýra við Hvalfjörð er ógnað vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga. Í fimmtu ályktun sinni lýsir félagið yfir stuðningi við þá ákvörðun hreppsnefndar Kjósarhrepps að hafna stækkun orkuflutningslínu í gegnum sveitarfélagið.

Í sjöttu ályktuninni er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra að tryggja íbúum við Hvalfjörð virkt viðvörunarkerfi vegna hugsanlegra mengunarslysa í iðjuverunum á Grundartanga. Loks fagnaði fundinn framkominni þingsályktunartillögu frá þingmönnunum Atla Gíslasyni, Jóni Bjarnasyni og Lilju Mósesdóttur um að ríkisstjórninni verði falið að láta vinna óháð áhættumat og samfélagsmat vegna áforma um virkjanir í Þjórsá.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is