22. nóvember. 2012 02:01
Um helgina munu tveir stjórnmálaflokkar í Norðvesturkjördæmi velja frambjóðendur á framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar sem fara fram í apríl á næsta ári. Annars vegar munu Sjálfstæðismenn raða í fjögur efstu sætin á sínum lista á fundi kjördæmisráðs flokksins sem fram fer í Hjálmakletti í Borgarnesi á laugardaginn. Auk aðalfulltrúa hafa varafulltrúar atkvæðisrétt á fundinum. Hins vegar mun kjörnefnd Framsóknarflokksins í kjördæminu tilkynna uppstilltan lista sinn á aukakjördæmisþingi sem fram fer að Reykjum í Hrútafirði einnig á laugardaginn. Fundur Framsóknarmanna hefst kl. 12 en fundur Sjálfstæðismanna kl. 13. Alls hafa sex frambjóðendur gefist kost á sér í röðun Sjálfstæðismanna og þá hafa fjórir gefið kost á sér á lista Framsóknarflokksins samkvæmt heimildum Skessuhorns.