Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2012 10:12

Baldur er nú á siglingu suður fyrir land og verður ekki á Breiðafirði þessa vikuna

„Mér sýnist að þetta verði vika að minnsta kosti eftir þeim fréttum sem við höfum af ástandi Herjólfs,“ segir Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn. Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Herjólf af meðan skipið verður í viðgerð, en það laskaðist í óhappi í Landeyjahöfn sl. laugardag. Herjólfur sigldi engu að síður milli lands og Eyja um helgina. Baldur fór frá bryggju í Hólminum upp úr miðnætti í gærkvöldi og skipin mættust úti af Reykjanesi rétt fyrir átta í morgun. Baldur hefur síðan siglingar á milli með tveimur ferðum síðdegis í dag. Pétur segir að Sæferðir hafi ákveðnum skyldum að gegna við Vegagerðina, sem hafi lofað að kappkostað verði að halda vegum opnum meðan á þessu stendur.

„Við erum samt ekkert hrifin af því að þurfa að hlaupa svona í skarðið og þurfa að leggja af flutninga á bílum og vöru yfir Breiðafjörð á meðan. Við skiljum vel að okkar viðskiptavinir og fólk á okkar starfssvæði sé ekki ánægt með þetta, enda hafa flutningar verið talsvert miklir núna í haust, sérstaklega vöruflutningar,“ sagði Pétur, en áfram verður bátur í ferðum með fólk og póst yfir Breiðafjörð meðan Baldur er í Eyjasiglingum. Pétur sagði að þau hjá Sæferðum hefðu reyndar bent á lausn þegar smíði á nýjum Herjólfi var boðin út seinast. „Sú lausn fól í sér varaskip í siglingarnar. Við höfum haldið því fram að það þurfi varaskip í þær eins og hefur komið ítrekað í ljós,“ sagði Pétur.

 

Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri í Vesturbyggð tjáði sig um málið á Facebook í gær: „Við höfum fullan skilning á aðstæðum Vestmannaeyinga en það á ekki að bitna á okkur. Við vonum að hægt verði gera við Herjólf hið fyrsta og skipið komist í lag fljótt. Við sættum okkur ekki við þetta. Um hávetur þegar allra veðra er von er okkar helstu samgönguæð kippt frá okkur. Þetta er eins og blaut og ísköld tuska beint í andlitið á íbúum hér frá Vegagerðinni.“

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is