27. nóvember. 2012 09:10
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag var samþykkt að skipa vinnuhóp um nýtingu fasteigna sveitarfélagsins. Samkvæmt erindisbréfi vinnuhópsins er hlutverk hans að fara yfir nýtingu og viðhaldsáætlun fasteigna sveitarfélagsins og gera tillögu að nýtingu þeirra til framtíðar. Einnig segir í erindisbréfinu að hópurinn eigi að gera tillögu að forgangsröðun helstu viðhaldsverkefna og gera tillögu að mögulegum breytingum á eignarhaldi. Vinnuhópurinn skal skila niðurstöðum í mars á næsta ári en með honum starfar forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og verkefnisstjóri eignasjóðs hjá Borgarbyggð. Í vinnuhópnum sitja þau Jónína Erna Arnardóttir, Ragnar Frank Kristjánsson, Geirlaug Jóhannsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir.