Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2012 09:18

Stefna á byggingu metanorkuvers í Melasveit

Fyrirtækið Metanorka hefur í hyggju að reisa metanorkuver í Melasveit. Fyrirtækið er búið að festa sér lóð í landi Áss og er formlegt skipulagsferli hafið. „Við stefnum á að reisa metanorkuver sem tekur lífrænt hráefni eins og svínaskít, hænsnaskít, mykju, slóg, flokkað lífrænt rusl og fleira og vinnur úr því metan og lífrænan áburð. Við vonumst til að geta framleitt hátt í milljón rúmmetra af metani á ári sem væntanlega verður selt í Borgarnesi,“ segir Dofri Hermannsson framkvæmdastjóri Metanorku í samtali við Skessuhorn. Ársnotkun á metangasi í dag er um tvær og hálf milljón rúmmetra svo milljón rúmmetrar á ári í Melasveit er dágóð viðbót. Dofri bendir á að Norðurorka stefni á framleiðslu á svipuðu magni af metani á Akureyri næsta sumar svo metanmarkaðurinn er bæði að stækka landfræðilega og í magni. Dofri segir einnig að margt bendi til þess að hægt sé að framleiða hátt í milljón rúmmetra á ári á fimm til tíu stöðum til viðbótar á landinu.

Málið er komið í formlegt skipulagsferli. „Næsta skref er að halda kynningar í sveitarfélaginu og óska eftir athugasemdum við framkvæmdina. Mikilvægur hluti af ferlinu er að safna slíkum athugasemdum og ábendingum, taka mið af þeim og svara spurningum. Við reiknum með að hefjast handa næsta sumar ef skipulagsferlið gengur vel. Þó er alltaf betra að flýta sér hægt í svona málum. Þetta er samvinnuverkefni og það skiptir miklu máli að haga málum þannig að niðurstaðan verði allra hagur,“ segir Dofri.

 

Reiknað er með að 10-20 störf munu skapast við framleiðsluna en mest segir Dofri að muni gæta jákvæðra áhrifa vegna þess sparnaðar sem metanframleiðsla hafi fyrir þjóðarbúið. Bílaeigendur spara í eldsneytiskostnaði, bændur spara í áburði og tækifæri skapast til að nýta betur ræktarlönd. Að vinna orku og áburð úr lífrænum úrgangi frekar en að urða hann er gott bæðið fyrir fólk og umhverfið.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is