Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2012 12:01

Hefur alltaf hugsað út fyrir kassann

Skessuhorn veitti því athygli fyrr í haust þegar ungum tæknifræðingi frá Lindarholti í Dölum, Kristjáni Finni Sæmundssyni, var veitt sérstök viðurkenning frá Rio Tinto Alkan fyrir að benda á framúrskarandi lausn á erfiðri þraut sem upp kom í stækkunarverkefni álversins í Straumsvík. Hér segir hann okkur frá því hvernig hugmyndin vaknaði, áhugamálunum sínum og tækifærunum sem hann hefur fengið frá því hann hóf störf hjá Ístaki fyrir nokkrum árum. „Það var snemma sem ég fékk áhuga á vélum og tækjum en einnig hef ég alltaf haft mjög gaman að raungreinum. Ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og fór í framhaldinu í vél- og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Námið þótti mér afar heillandi og háskólaárin voru einn skemmtilegasti tími lífs míns. Tvisvar sinnum tók ég til að mynda þátt í Hönnunarkeppni verkfræðinema Háskóla Íslands og vann þá keppni í bæði skiptin.“

„Keppnin lýsir sér þannig að sett er upp þrautabraut og er verkefni keppenda að smíða tæki sem leysir hana. Í reglum Háskóla Íslands segir hins vegar að einn í liðinu verði að vera úr HÍ svo við fengum kærustu mína, sem þá lagði stund á félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, til að vera með okkur í liði og nefndum það „Dóra og aðstoðarmennirnir.“ Í seinna skiptið sem ég tók þátt fengum við síðan líffræðing til þess að skrá sig með okkur í liði til þess að uppfylla þetta skilyrði.“

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is