Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2012 02:01

Verið stærsta hluta lífs síns á sjúkrahúsi

Björgvin Þór Eyþórsson fæddist með hjartagalla. Frá því hann kom í heiminn 20. júní síðastliðinn hefur hann farið í tvær hjartaaðgerðir, aðra þeirra úti í Svíþjóð en hina á Landsspítalanum. Þrátt fyrir að hafa varið stærstum hluta lífs síns á sjúkrahúsum er hann brosmildur og kátur strákur og að sögn foreldra sinna afskaplega mikill gleðigjafi. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Björgvin Þór á Barnaspítala Hringsins á dögunum og tók unga foreldra hans tali. „Við byrjuðum fyrst að huga að barnseignum í janúar 2010 en grunaði ekki þá að það tæki okkur alls eitt og hálft ár að verða barnshafandi,“ sagði Katrín Brynja Björgvinsdóttir en hún hafði, ásamt unnusta sínum Eyþóri Ingasyni, fengið þær fréttir frá læknum að líkurnar á því að þau gætu eignast barn með hefðbundnum hættu væru litlar sem engar.

 

 

 

„Ég byrjaði því að taka inn hormóna og við bókuðum tíma í glasafrjóvgun í apríl 2012. Í september komumst við hins vegar að því að til stæði að ríkið myndi draga verulega úr niðurgreiðslum vegna tæknifrjóvgana og flýttum því tímanum okkar fram í nóvember,“ segir Katrín Brynja en á þessum tíma voru hjónaleysin orðin ansi óþolinmóð. Hún hafði sótt um vinnu og tóku þau ákvörðun um að fresta barneignum fengi hún starfið. Þegar það gekk eftir var tíminn hjá Art Medica í glasafrjóvgun afbókaður en örlögin gripu þá inn í. „Ég hafði aðeins verið í viku í nýju vinnunni þegar ég fékk jákvætt,“ segir hún.

 

Ótrúlegt áfall að fá fréttirnar
Fyrstu tólf vikur meðgöngunnar reyndust Katrínu erfiðar en hún þurfti að fara níu sinnum í sónar vegna blæðinga. Björgvin Þór ætlaði sér hins vegar að koma í heiminn. „Meðgangan gekk að öðru leyti bara vel þar til á 28. viku þegar ég varð að hætta að vinna vegna verkja. Undir lokin var ég síðan komin með miklar hjartsláttatruflanir svo það var ákveðið að setja mig af stað. Í fæðingunni kom í ljós að naflastrengurinn var klemmdur milli grindar og höfuðs sem olli því að púlsinn hans datt niður í hvert sinn sem ég fékk hríðir. Hann var því að lokum tekinn með keisara,“ segir Katrín Brynja sem á sumarsólstöðum 20. júní fékk langþráðan draum, frumburðinn, loksins í fangið.

En erfiðleikarnir voru rétt að byrja því degi síðar heyrir læknirinn aukahljóð í hefðbundinni hjartahlustun. Í ljós kom að Björgvin Þór var með op á milli slegla, svokallað VSD, og nýbökuðu foreldrunum var tilkynnt að sonur þeirra þyrfti að öllum líkindum að fara út í hjartaaðgerð á fyrstu tveimur mánuðunum. „Þetta var ótrúlega mikið áfall og ég varð eiginlega bara hálf dofinn,“ rifjar Eyþór upp. „Ég hagaði mér bara eins og smákrakki. Vildi vera hjá honum uppi á vökudeild allan sólarhringinn og gaf mér varla tíma til þess að borða. Það var mikið grátið en hjúkrunarkonurnar á sængurkonugangi hugsuðu mjög vel um mig og reyndust okkur mjög vel,“ útskýrir Katrín Brynja sem segir hlýjuna sem starfsfólkið á sjúkrahúsinu hefur sýnt þeim ómetanlega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is