Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2012 08:01

Það er mikill uppgangur í hestamennskunni á Vesturlandi

„Ég er búinn að starfa við tamningar víða um land síðustu árin en núna er ég með nokkur hross í tamningu hér heima,“ segir Guðbjartur Þór Stefánsson, 24 ára gamall húsasmiður og hestamaður í Skipanesi í Hvalfjarðarsveit. „Ég hef auðvitað alist upp við hestamennsku síðan ég var krakki en svo var það árið 2007 að ég fór fyrst að vinna við tamningar annars staðar en hér heima. Það var á Suðurlandi í Þjóðólfshaga hjá Sigurði Sigurðarsyni og ég er búinn að vera í þessu á hverjum vetri síðan. Árið 2008 var ég með tamningar hér í Skipanesi og árið eftir vorum við Jón Ottesen frændi minn með tamningastöð hér í Skipanesi, vorum með 24 hross í tamningu yfir veturinn og fram í maí.“

Haustið 2009 fór ég svo í nám á hestafræðabraut á Hólum og hélt því áfram veturinn eftir og tók þá annað árið sem er tamningahlutinn. Fór svo í verknám hjá Jóhanni Kr. Ragnarssyni frá Kverná í Grundarfirði en hann var með aðstöðu á Suðurlandi. Í fyrra vann ég svo við tamningar hjá Agnari Þór Magnússyni og Birnu Tryggvadóttur á Stafholtsveggjum. Svo er ég auðvitað með hesta fjölskyldunnar í tamningu og þjálfun og þannig er það núna. Þetta eru aðallega hestar heimilisins sem ég er með. Samhliða tamningunum hef ég verið á vöktum hjá Elkem á Grundartanga á sumrin og þetta haustið er ég þar líka í afleysingum. Það hentar mér vel að vera á vöktunum. Þetta eru sex, átta tíma vaktir í fimm daga törnum en síðan fimm daga frí á milli sem ég get notað hérna heima til að sinna hrossum og bústörfum,“ segir Guðbjartur.

 

Sjá nánar í aðventublaði Skessuhorns sem kom út í vikunni.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is