30. nóvember. 2012 03:40
„Margir hafa haft samband og hvatt mig til að bjóða mig fram til formanns í flokknum. Ég mun nú leggjast undir feld og ræða við þann hóp stuðningsmanna minna. Ég ætla að nota helgina vel og geri mér grein fyrir að ég hef ekki langan tíma til að taka ákvörðun af eða á. Afgerandi niðurstaða í flokksvalinu og sá mikli stuðningur við mig sem þar kemur fram er ákveðin hvatning. Hún sýnir að ég hef þó alla vega mikinn stuðning Samfylkingarfólks í mínu kjördæmi,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og fyrsti þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. Aðspurður sagðist hann þó ekki geta nefnt ákveðinn dag hvenær ákvörðun sín muni liggja fyrir.
Ath.s. ritstjórnar. Þessi frétt var skrifuð í beinu framhaldi af samtali við Guðbjart og birtist hér klukkan 15:40. Klukkutíma síðar, eða klukkan 16:40, birtist önnur frétt, sjá hér að ofan, þar sem Guðbjartur var búinn að leggjast undir feld og kominn undan honum aftur, búinn að skrifa flokkssystkinum sínum og staðfesta framboð við fréttastofu RUV.