01. desember. 2012 12:53
Þrír ungir knattspyrnumenn á Akranesi og einn frá Ólafsvík hafa verið valdir í landsliðshópa. Eyjólfur Sverrisson þjálfari U-21 landsliðs karla hefur valið tvo 25 manna hópa sem mæta á æfingar í höfuðborginni um helgina. Þar á meðal er Skagamennirnir Andri Adolphsson og Hallur Flosason, sem og Ólafsvíkingurinn Brynjar Kristmannsson. Um næstu helgi fara einnig fram úrtaksæfingar vegna U17 liðs karla. Þjálfari liðsins Gunnar Guðmundsson hefur valið 36 manna úrtakshóp sem kemur saman um helgina í Kórnum og Egilshöllinni. ÍA á þar sinn fulltrúa, hinn efnilega Ragnar Má Lárusson.