Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2012 03:33

Rúllupylsukeppni Íslands háð í Króksfjarðarnesi

Rúllupylsukeppni Íslands var haldin í Króksfjarðarnesi á sjálfan fullveldisdaginn. Er það vel viðeigandi enda er rúllupylsugerð aldagömul hefð hér á landi og liður í að nýta til fulls verðminni hluta lambsins. Hugmyndin að keppninni kviknaði á sýningunni Salone del Gusto sem fram fór í Torino, en þar kynntu heimaframleiðendur víðsvegar úr heiminum framleiðslu sína á Slow Food matarráðstefnunni. Í þeim hópi voru meðal annarra Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum auk Höllu í Ytri-Fagradal.  Í anda Slow Food ákváðu þau að efna til samkeppni í rúllupylsugerð hér á landi til að vekja athygli á gömlum og góðum íslenskum matarhefðum. Þátttaka var viðunandi m.t.t. að ekki tóku allir keppnina alvarlega. Héldu að þetta væri bara enn ein vitleysan sem Höllu og Þorgrími dytti í hug! Rúllupylsur bárust þó í keppnina af Ströndum, Reykhólasveit, Dölum og af Suðurnesjum. Flestum kom fjölbreytt úrvinnsla á óvart og verður nú vart aftur snúið að halda keppnina að ári, að sögn keppnishaldara.

 

 

 

Dómarar voru Dominique Plédel Jónsson formaður Slow-Food samtakanna á Íslandi og Ómar B. Hauksson kjötiðnaðarmeistari í Borgarnesi. Eftir mikla yfirlegu og mikið smakk var niðurstaðan sú að sigurvegarar í keppninni væru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum fyrir léttreykta rúllupylsu. Hafdís og Matthías tóku einnig önnur verðlaun fyrir ávaxtafyllta rúllupylsu. Sérstaka viðurkenningu fékk síðan rúllupylsa frá Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Reykjanesbæ. Í lokin fengu allir gestir að smakka á rúllupylsunum. Og hafði hver og einn sína skoðun á því hvaða rúllupylsa væri best, enda smekkur fólks mismunandi.

 

Sjá fleiri myndir á: www.dalir.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is