03. desember. 2012 12:53
Á árlegri aðventuhátíð Kvenfélagsins Gleym mér ei í gær var íþróttamaður Grundarfjarðar valinn. Að þessu sinni var það Bergur Einar Dagbjartsson sem hlaut nafnbótina fyrir framúrskarandi árangur í blaki á árinu. Bergur spilar með meistaraflokki karla í Grundarfirði en hann var einnig valinn í íslenska landsliðið undir 17 ára, en Bergur er einungis15 ára gamall. Þessi kraftmikli strákur er því vel að heiðrinum kominn.