05. desember. 2012 09:55
Matvælastofnun hefur lokað fyrir mjólkur- og kjötframleiðslu á kúabúinu Brúarreykjum í Borgarfirði. Þetta staðfesti Steinþór Arnarson lögfræðingur hjá Matvælastofnun í samtali við Skessuhorn. Ákvörðunin var tekin á mánudaginn í síðustu viku og birt framleiðendum á Brúarreykjum sl. föstudag. Steinþór segir að ástæður lokunarinnar hafi verið þær að framleiðendur hafi ekki orðið við kröfum eftirlitsaðila um úrbætur og því hafi starfsleyfi þeirra verið afturkallað. „Starfsleyfið byggir á því að farið sé að lögum um matvæli og reglugerðir samkvæmt þeim, svo sem um hollustuhætti. Kröfur um úrbætur lutu að bættum hollustuháttum við framleiðslu mjólkur og kjöts á búinu,“ segir Steinþór. Hann vill árétta að það segi sjálft að fari matvælaframleiðendur og bændur ekki eftir reglum og kröfum eftirlitsaðila um úrbætur þá séu tilskilin leyfi afturkölluð.