Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2012 01:10

Um áraraðir var ég langt á undan öllum

„Það er alltaf svolítið jólabarn í mér. Í langan tíma hefur það verið venjan á þessu heimili að byrja undirbúning aðventunnar og jólanna svona viku af nóvember. Um áraraðir var ég langt á undan öllum með þetta, en seinni árin er fólk farið að skreyta fyrr þannig að ég sker mig ekkert sérstaklega úr núorðið. Mér finnst mjög gott að vera í fyrra fallinu með þetta, því þá get ég notið þess meira sem er að gerast á jólaföstunni. Ég er til dæmis mikið fyrir tónlist og um marga tónleika er að velja í desembermánuði,“ segir Hrefna Grétarsdóttir húsmóðir og sjúkraliði á Akranesi. Hrefna er þekkt handverkskona og jóla- og aðventuskreytingarnar á Hjarðarholti 9 þar sem hún býr eru ekki venjulegar, enda býr hún þær flestar til sjálf.

Fjölbreytt handverk

Hrefna hefur um árin verði gríðarlega afkastamikil í mjög fjölbreyttu handverki. Þannig að það er leikur einn fyrir hana að skipta nánast út innbúi og skreytingum á jólaföstunni. Hún hendir þó ekki upp jólunum á nokkrum dögum, það þarf fingur beggja handa til að telja þá daga sem í það fer. Og fjölbreytileiki handverksins er slíkur að vart er hægt að hugsa sér meiri handverkskonu í landinu en Hrefnu. Auk sígildra hannyrða eins og að hekla, prjóna og suma, hefur Hrefna í rúm 30 ár lagt stund á bútasaum, þar sem hún hefur saumað m.a. fallega dúka og teppi. Hún hefur gert ýmsar skreytingar úr allskyns efnum sem hún sækir gjarnan út í náttúruna, enda má víðsvegar um heimilið sjá beitilyng, vallhumal, hreindýramosa, krækiberjalyng, reyniber og elriköngla, svo eitthvað sé nefnt. Hrefna hefur smíðað úr birki og vafið í viðju og lyng falleg varphús fyrir fugla í garðinn. Þær eru ótaldar dúkkurnar sem Hrefna hefur gert og eru víða til. Nú síðast í haust fór hún á námskeið sem haldið var í skógræktinni við Selfoss þar sem m.a. var kennt að smíða gripi úr skógarviði. Kunnáttan sem hún öðlast á því námskeiði hefur þegar nýst henni til að smíða fallegan koll.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is