Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2012 02:01

Jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi fagnar tuttugu ára afmæli

Hið árlega jólaútvarp félagsmiðstöð-varinnar Óðals í Borgarnesi, FM Óðal 101,3, fagnar tuttugu ára afmæli í ár. Útvarpað var fyrst í desember 1992 og má fullyrða að jólaútvarpið, sem öll viðtæki í Borgarnesi og næsta nágrenni nema, auk allra nettengdra tölvutækja heimsbyggðarinnar, sé orðin ómissandi hluti aðventunnar hjá íbúum svæðisins. Undirbúningur útvarpsins er nú í fullum gangi en útsending hefst á mánudaginn kemur og stendur yfir í rúma viku, nú tveimur dögum lengur en venjulega vegna afmælisins. Hita og þunga af skipulagningu FM Óðals bera nemendur í 8.-10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi ásamt Sigurþóri Kristjánssyni starfsmanni Óðals en á einn og annan hátt koma allir nemendur grunnskólans að dagskrárgerð. Indriði Jósafatsson fyrrum íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar var hvatamaður að stofnun jólaútvarpsins á sínum tíma og hafði yfirumsjón með því í mörg ár þangað til Sigurþór tók við keflinu fyrir nokkrum árum. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í Óðal í vikunni og fræddist um FM Óðal á tuttugu ára afmælinu.

 

 

Gott samstarf við grunnskólann

„Heljarinnar ferli fer í gang þegar krakkarnir byrja að skipuleggja útvarpið sem mjög margir koma að á einn eða annan hátt,“ segir Sigurþór Kristjánsson, eða Sissi eins og hann er oftast kallaður, spurður um undirbúning jólaútvarpsins. Grunnskólinn og félagsmiðstöðin Óðal taka höndum saman við þennan undirbúning og er kennsla og þáttagerð vegna útvarpsins samnýtt núorðið. „Þáttagerðin fer í gang á önn númer tvö í skólanum. Annars vegar eru 1.-7. bekkur með sérstaka bekkjaþætti og þá gera krakkar í 8.-10. bekk sjálfstæða þætti í hópum. Gerð þáttanna fer fram í tímum þar sem kennararnir veita leiðsögn en allir nemendur í 8.-10. bekk búa til handrit að þætti sem þeir svo ráða að endingu hvort þeir fari með í útvarpið. Með þessu fá krakkarnir þjálfun í handritsgerð, notkun íslensku, tímamælingu og fleiru,“ segir Sissi sem fer að endingu yfir handritin til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. „Allir bekkjarþættir eru teknir upp fyrirfram, klipptir til og hljóðunnir og hefjast upptökur í lok nóvember. Fyrstu árin voru bekkjaþættirnir fluttir í beinni útsendingu og var oft mikið havarí í kringum það. Síðustu ár hefur hins vegar alltaf verið tekið upp fyrirfram. Tæknistjóri Óðals og hans menn sjá um upptökur undir minni handleiðslu,“ segir hann. „Það er afar jákvætt að skólinn er orðinn stór aðili að jólaútvarpinu. Reynslan sem krakkarnir fá við að taka þátt í útvarpinu er ómetanleg og hafa margir notið þess síðar á lífsleiðinni í störfum sínum.“

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag. Jólaútvarpið hefst mánudaginn 10. desember nk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is