Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2012 10:10

Erlendum ferðamönnum finnst Lýsuhólslaug spennandi

Sigrún Guðmundsdóttir býr á Kálfárvöllum í Staðarsveit. Búskapurinn er ekki stór í sniðum eða örfáar kindur og hænur. Hún er gift Bjarna Vigfússyni frá Hlíðarholti og eiga þau fjögur uppkomin börn. Sigrún er frá Dalsmynni í Eyjahreppi þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi. Hún starfar nú sem húsvörður við félagsheimilið og grunnskólann að Lýsuhóli og er formaður sóknarnefndar Búðakirkju. „Á veturna mæti ég fyrst í skólann og opna og tek á móti nemendunum, dagarnir eru afar misjafnir og þess vegna er þetta mjög skemmtileg vinna. Á sumrin sé ég um rekstur sundlaugarinnar og þá ferðaþjónustu sem veitt er í félagsheimilinu en það er notað fyrir stóra hópa, ættarmót, brúðkaup og fleira,“ segir Sigrún.

Mikil aðsókn að Lýsuhólslaug

Lýsuhólslaug er opin frá júníbyrjun og fram í miðjan ágúst. Gestafjöldi fer sívaxandi og síðastliðið sumar komu um 5000 manns í laugina. Aðstaðan annar oft á tíðum ekki gestafjölda og löngu tímabært að stækka hana og bæta, segir Sigrún. „Sumarið var veðurfarslega séð, afar gott og það hefur mikið að segja. Íslendingar koma aðallega um helgar en erlendir ferðamenn alla vikuna. Sumarbústaðafólk notar laugina mikið og það eru margir sem koma daglega á meðan þeir dvelja í bústöðunum. Í lauginni er heitt ölkelduvatn. Þetta er þvílíkt dúndurvatn sem við verðum að fara að gera eitthvað meira úr. Vatnið er mjög ríkt af kolsýru, steinefnum og þörungagróðri sem er fljótur að ná sér á strik í hlýju veðri. Engum efnum, svo sem klór, er bætt í vatnið heldur er laugin tæmd og háþrýstiþvegin vikulega yfir sumartímann. Útlendingarnir hafa gjarnan lesið sér til um vatnið og spyrja eftir gróðrinum. Þeir vilja hafa hann þó einstaka Íslendingar kunni ekki að meta hann. Þetta ölkelduvatn er talið afar hollt og græðandi og hefur verið nýtt til baða allt frá fyrstu öldum byggðar,“ segir Sigrún.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is