Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2012 01:01

Deildar meiningar um ljósleiðaravæðingu í Hvalfjarðarsveit

Í febrúar síðastliðnum samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar einróma að ráðast í ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Deildar meiningar virðast nú vera komnar upp um verkefnið. Á fundi þriggja manna nefndar um ljósleiðaraverkefnið mánudaginn 26. nóvember sl. lagði einn nefndarmanna fram bókun þar sem lagt er til við sveitarstjórn að verkefnið verði endurmetið, þar sem kostnaðaráætlun hafi breyst, drög að henni geri nú ráð fyrir 310 milljóna króna kostnaði, en upphaflega var hún 264 milljónir. Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar daginn eftir kom fram í máli sumra sveitarstjórnarmanna að forsendur hefðu breyst í málinu. Meðal breyttra forsenda, sem m.a. Ásgeir Kristinsson umræddur fulltrúi í ljósleiðaranefndinni nefnir í bókun sinni, er að sumir íbúar í Hvalfjarðarsveit horfa nú til þess að nágrannar þeirra í Kjósarhreppi eru að fara út í mun ódýrari lausnir í fjarskiptamálum en sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar áformar.

Sævar Ari Finnbogason formaður nefndar um ljósleiðaravæðinguna og sveitarstjórnarfulltrúi segir að sveitarstjórn sé þessa dagana að fara yfir ýmsa þætti verkefnisins, svo sem tækniútfærslur og kostnaðaráætlun. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman ljósleiðaravæðingu í Hvalfjarðarsveit sem ætluð er til framtíðar næstu áratugi og þá lausn sem nú er unnið að í Kjósarhreppi. Sævar segir að umrædd drög af kostnaði sem lögð voru fram á fundi nefndar um ljósleiðarvæðinguna hafi verið um ýtrustu kröfur varðandi tæknilega útfærslu, tala sem eigi eftir að lækka. Hann segist sannfærður um að kostnaðurinn við ljósleiðaravæðinguna fari ekki fram úr þeirri áætlun sem lögð var fram áður en sveitarstjórn samþykkti verkefnið í febrúar. Sævar segir að innan skamms verði verkefnið kynnt fyrir íbúum í Hvalfjarðarsveitar. „Ef svo ólíklega fer að kostnaðurinn við ljósleiðaravæðingu fari fram úr áætlun mun ég stíga til hliðar sem sveitarstjórnarfulltrúi í lok kjörtímabilsins vorið 2014,“ segir Sævar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is