Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2012 04:01

„Viljum byggja upp með samstarfi“

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi fór fram á þriðjudaginn í síðustu viku. Fram kom á fundinum að rekstur klúbbsins er í mjög góðu horfi en hagnaður af starfsemi klúbbsins á síðasta rekstarári nam tæplega 12,4 milljónum króna. Í ársreikningi síðasta árs kemur fram að fjárhagsleg staða klúbbsins er afar sterk, eiginfjárstaðan er um 82% en klúbburinn skuldar tæplega 20,4 milljónir króna. Eins og Skessuhorn hefur greint frá áður, þá mun Leynir taka að nýju við rekstri Garðarvallar í byrjun næsta árs þegar samstarfsamningur klúbbsins við Golfklúbb Reykjavíkur rennur úr gildi. Samningurinn hefur verið í gildi undanfarin fimm ár, þar sem GR hefur t.d. séð um alla hirðingu Garðavallar. Á aðalfundinum var Þórður Emil Ólafsson endurkjörinn formaður klúbbsins. Í samtali við Skessuhorn sagði Þórður að stjórn GL, í góðu samstarfi við félagsmenn á undanförnum vikum, hefur unnið að stefnumótun varðandi það hvernig klúbburinn ætli sér að leysa nýjar áskoranir sem felast í að taka við Garðavelli á nýjan leik. Hann segir góðan gang í þeirri vinnu.

,,Ljóst er að samkvæmt kostnaðaráætlun sem við höfum látið gera munu 30 milljónir króna bætast við útgjöld klúbbsins á næsta ári vegna reksturs Garðavallar. Hérna erum við að tala um kostnað vegna almennrar umhirðu vallar, ráðningu vallarstarfsmanna og öflun tilheyrandi aðfanga sem rekstur golfvallar krefst. Okkar verkefni nú er að brúa þetta bil með aukinni tekjuöflun,” segir Þórður.

 

Eftirspurn eftir vinavöllum

Þórður segir að GL líti til margra leiða til að brúa hið nýja bil. ,,Okkar markmið er að viðhalda þeirri umferð sem verið hefur í gegnum Garðavöll á undanförnum árum og auka hana eftir fremsta megni. Oft er talað um að 50% nýting á golfvelli á Íslandi sé góð og hefur aðsókn á Garðavöll verið í kringum þá tölu, en hér erum við að tala um nýtingu á þeim rástímaplássum sem í boði eru á golfvertíðinni,” segir Þórður. ,,Fyrir utan kylfinga í GL hafa félagar í GR verið duglegastir við að spila á Garðavelli en þeir eiga um 30% af öllum skráðum hringjum á vellinum utan móta á þessu ári, sem er talsvert hátt hlutfall. Við í Leyni höfum orðið þess vör að GR-ingar hafa verið afar ánægðir með þann möguleika að sækja Garðavöll en vegna samnings þeirra við okkur hafa þeir getað spilað endurgjaldslaust á vellinum. Áður en núverandi samningar tóku gildi árið 2007 var GL með vinavallasamninga við nokkra klúbba. Vinavallarsamningar hafa reynst vel og gefið góða raun fyrir báða aðila. Við viljum endurvekja samstarf á þessum nótum og höfum hafið viðræður við nokkra klúbba þess efnis, sem á undanförnum árum hafa glímt við mikla umfram eftirspurn á sínum heimavöllum.”

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is