Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2012 12:01

Nemendur Grundaskóla safna fyrir fátækt fólk í Malaví

Miðvikudaginn 12. desember nk. ætla nemendur í Grundaskóla á Akranesi að standa fyrir söfnun fyrir fátækt fólk í landinu Malaví í suðaustur hluta Afríku. Nemendur verða með markað í sal Grundaskóla þar sem munir eftir þá verða boðnir til sölu. Markaðurinn fer fram frá kl. 12-13:30 og rennur allur ágóði af honum til söfnunarinnar. Nemendur Grundaskóla hafa staðið fyrir sambærilegri söfnun síðastliðin tíu ár en með henni vilja þeir bæði styðja við fólk í neyð og styrkja vitund sína um mannréttindi og hjálparstarf. Í tengslum við söfnunina vinna nemendur verkefni sem tengjast hjálparstarfi og verður aukin áhersla lögð á fræðslu um mannréttindi og lýðræði í kennslu. Góðir gestir munu heimsækja skólann og fræða nemendur um hjálparstarf, þau Gunnar Salvarsson og Kristín Björk Lárusdóttir sem bæði hafa fengist við sjálfboðastörf í þróunarvinnu í Afríku. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir í Grundaskóla þennan dag en auk markaðarins verða fjölbreytt skemmtiatriði í boði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is