Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2012 12:01

Mikil fjölgun ferðamanna í nóvember

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 36.950 erlendir ferðamenn frá landinu í nóvember síðastliðnum eða um 14 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Um er að ræða 60,9% aukningu milli ára. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nóvembermánuði á ellefu ára tímabili frá 2002 til 2012 má sjá 13,2% aukningu milli ára að jafnaði. Ferðamönnum hefur fjölgað úr 12.400 í tæplega 37 þúsund, sem er nærri þreföldun. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (27,7%) og Bandaríkjunum (17,4%). Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Norðmönnum og Þjóðverjum mest milli ára. Það sem af er ári hefur 618.901 erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 99 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 19,1% aukningu milli ára. Um 26 þúsund Íslendingar fóru utan í nóvember síðastliðnum eða svipaður fjöldi og í nóvember árið 2011. Frá áramótum hafa 336.938 Íslendingar farið utan, 5,8% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 318 þúsund.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is