Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2012 01:54

Fundu grútarblautan haförn í eftirleit

Bændur á Snæfellsnesi í eftirleitum gengu fram á fimm ára gamlan haförn á Litla-Langadal á Skógarströnd um hádegisbilið í gær. Að sögn Guðmundar Margeirs Skúlasonar í Hallkelsstaðahlíð, eins leitarmanna, fundu þeir örninn á þúfu í dalnum. „Þar dröslaðist hann eitthvað um blessaður og virtist hálf veiklulegur. Hann var þó ekki vængbrotinn en var grútarblautur,“ sagði Guðmundur. Leitarmenn komu erninum til aðstoðar og tóku hann með sér til byggða. „Hann var sallarólegur eftir að hafa hvæst aðeins fyrst, enda kannski eðlilega smeykur,“ bætti Guðmundur við. Gísli Þórðarson í Mýrdal tók örninn með sér til byggða og kom honum í hendur Kristins Hauks Skarphéðinssonar dýravistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

 

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Kristinn Haukur að örninn væri við þokkalega heilsu. Grútur í fiðri hamlaði hins vegar flughæfni hans og því þurfi að þrífa hann vel, en Gísli var einmitt á leið með örninn í hreinsun í Húsdýragarðinn í Reykjavík þegar Skessuhorn ræddi við hann fyrr í dag. Að þrifum loknum verður erninum sleppt aftur til heimkynna sinna sem eru á norðanverðu Snæfellsnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is