10. desember. 2012 02:47
Nýlega voru opnuð tilboð í stækkun húss leikskólans í Búðardal. Þrjú tilboð bárust og voru fjárhæðir í tilboðunum frá 11,8 milljónum til 12,8 milljóna króna. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Grjetar Andri Ríkharðsson. Viðbyggingin við leikskólann verður um 50 fermetrar. Með stækkun er áætlað að fækka á biðlistum börnum sem eru 18 mánaða og eldri, en ekki er stefnt að fjölgun deilda á leikskólanum. Að sögn Sveins Pálssonar sveitarstjóra hefjast framkvæmdir væntanlega í þessari viku og á að vera lokið í komandi marsmánuði.